Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:01 Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun