Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Hjörvar Ólafsson skrifar 24. júlí 2025 20:32 vísir Víkingur laut í lægra haldi 2-1 þegar liðið sótti Vllaznia heim í fyrri leik liðanna í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Loro Boriçi-leikvanginn í Shkoder í Albaníu í kvöld. Víkingur var yfir í hálfleik en heimamenn snéru taflinu sér í vil í þeim seinni. Karl Friðleifur Gunnarsson kom Víkingi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik en hann skallaði þá fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar úr hornspyrnu í netið. Skalli Karls Friðleifs sem var bæði fastur og hnitmiðaður þandi netmöskvana. Markið sem kom okkur í 0-1... Seinni hálfleikur var að byrja! pic.twitter.com/XZeJMlSPhq — Víkingur (@vikingurfc) Markið sem kom okkur í 0-1... Seinni hálfleikur var að byrja! pic.twitter.com/XZeJMlSPhq— Víkingur (@vikingurfc) July 24, 2025 Jafnræði var með liðunum bæði fyrir og eftir markið hjá Karli Friðleifi en Víkingur var ívið sterkari aðilinn. Heimamenn náðu ekki að finna neinar glufur á þéttri vörn Víkings á meðan Valdimar Þór Ingimundarson var nálægt því að tvöfalda forystu Fossvogspilta undir lok fyrri hálfleiks. Valdimar Þór fékk þá boltann á vinstri kantinum og kom sér í gott skotfæri en skot hans fór yfir mark Vllaznia. Helgi Guðjónsson bankaði svo enn frekar að marki Vllaznia í upphafi seinni hálfleiks. Helgi lét þá skot ríða af utan vítateigs og boltinn hafnaði í þverslánni og hurðin skall nærri hælum heimamanna. Heimamenn gengu á lagið Í kjölfarið óx leikmönnum Vllaznia ásmegin og sóknarþungi heimaliðins jókst eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Melos Bajrami jafnaði metin fyrir Vllaznia um miðbik seinni hálfleiks með keimlíku marki og Karl Friðleikfur skoraði. Hornspyrna Esat Mala rataði þá á kollinn á Bajrami og Ingvar Jónsson, sem átti heilt yfir góðan leik í marki Víkings, réð ekki við skallann. Mala var svo sjálfur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar þegar hann skoraði sigurmark Vllaznia. Mala fékk þá helst til langan til þess að athafna sig áður en hann skaut við D-bogann. Skot Mala hafði viðkomu í Sveini Gísla Þorkelssyni og fór framhjá Ingvari í nærhornið. Víkingar náðu ekki að kreista fram jöfnunarmark á lokakafla leiksins en varamennirnir Davíð Örn Atlason og Atli Þór Jónasson komust næst því að laga stöðuna fyrir gestina. Víkingur þarf þar af leiðandi að vinna upp þetta eins marks tap þegar liðin leiða saman hesta sína í Fossvoginum í næstu. Frammistaða Víkings í þessum leik ætti að veita stuðningsmönnum liðsins von og ríka bjartsýni um frekari Evrópubolta á þessu keppnistímabili. Atvik leiksins Það hefði breytt miklu ef skotin hjá Valdimar Þór og Helga hafðu ratað rétta leið. Víkingur var með yfirhöndina í leikum í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. Þegar sirka klukkutími var liðinn af leiknum dró af Víkingum og slitnaði á milli línanna í varnarleik liðsins. Leikmenn Vllaznia nýttu sér það. Stjörnur og skúrkar Oliver Ekroth var öflugur í varnarleik Víkings. Tarik Ibrahimagic var vinnusamur inni á miðsvæðinu og Valdimar Þór skeinuhættur í sóknarleiknum. Gylfi Þór ógnaði í föstum leikatriðum og eitt þeirra skóp markið sem Karl Friðleifur skoraði. Helgi var flottur í vinsti bakverðinum og var óheppinn að skora ekki. Dómarar leiksins Alexandros Tsakalidis, grískur dómari leiksins og samlandar hans í dómarateyminu voru lítt áberandi í þessum leik og létu leikinn flæða eins vel og nokkur kostur var. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Stemmingin virtist vera mjög misjöfn en mark Karls Friðleifs sló þögn á stuðningsmenn Vllaznia sem tóku svo gleði sína á ný þegar betur fór að ganga í seinni hálfleik. Ef harðkjarna stuðningsmannahópur Vllaznia mætir á Heimavöll hamingjunnar þurfa stuðningsmenn Víkings að hafa sig alla við til þess að þeir hafi betur á pöllunum eins og stefnan er að gera inni á vellinum. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Víkingur laut í lægra haldi 2-1 þegar liðið sótti Vllaznia heim í fyrri leik liðanna í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Loro Boriçi-leikvanginn í Shkoder í Albaníu í kvöld. Víkingur var yfir í hálfleik en heimamenn snéru taflinu sér í vil í þeim seinni. Karl Friðleifur Gunnarsson kom Víkingi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik en hann skallaði þá fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar úr hornspyrnu í netið. Skalli Karls Friðleifs sem var bæði fastur og hnitmiðaður þandi netmöskvana. Markið sem kom okkur í 0-1... Seinni hálfleikur var að byrja! pic.twitter.com/XZeJMlSPhq — Víkingur (@vikingurfc) Markið sem kom okkur í 0-1... Seinni hálfleikur var að byrja! pic.twitter.com/XZeJMlSPhq— Víkingur (@vikingurfc) July 24, 2025 Jafnræði var með liðunum bæði fyrir og eftir markið hjá Karli Friðleifi en Víkingur var ívið sterkari aðilinn. Heimamenn náðu ekki að finna neinar glufur á þéttri vörn Víkings á meðan Valdimar Þór Ingimundarson var nálægt því að tvöfalda forystu Fossvogspilta undir lok fyrri hálfleiks. Valdimar Þór fékk þá boltann á vinstri kantinum og kom sér í gott skotfæri en skot hans fór yfir mark Vllaznia. Helgi Guðjónsson bankaði svo enn frekar að marki Vllaznia í upphafi seinni hálfleiks. Helgi lét þá skot ríða af utan vítateigs og boltinn hafnaði í þverslánni og hurðin skall nærri hælum heimamanna. Heimamenn gengu á lagið Í kjölfarið óx leikmönnum Vllaznia ásmegin og sóknarþungi heimaliðins jókst eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Melos Bajrami jafnaði metin fyrir Vllaznia um miðbik seinni hálfleiks með keimlíku marki og Karl Friðleikfur skoraði. Hornspyrna Esat Mala rataði þá á kollinn á Bajrami og Ingvar Jónsson, sem átti heilt yfir góðan leik í marki Víkings, réð ekki við skallann. Mala var svo sjálfur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar þegar hann skoraði sigurmark Vllaznia. Mala fékk þá helst til langan til þess að athafna sig áður en hann skaut við D-bogann. Skot Mala hafði viðkomu í Sveini Gísla Þorkelssyni og fór framhjá Ingvari í nærhornið. Víkingar náðu ekki að kreista fram jöfnunarmark á lokakafla leiksins en varamennirnir Davíð Örn Atlason og Atli Þór Jónasson komust næst því að laga stöðuna fyrir gestina. Víkingur þarf þar af leiðandi að vinna upp þetta eins marks tap þegar liðin leiða saman hesta sína í Fossvoginum í næstu. Frammistaða Víkings í þessum leik ætti að veita stuðningsmönnum liðsins von og ríka bjartsýni um frekari Evrópubolta á þessu keppnistímabili. Atvik leiksins Það hefði breytt miklu ef skotin hjá Valdimar Þór og Helga hafðu ratað rétta leið. Víkingur var með yfirhöndina í leikum í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. Þegar sirka klukkutími var liðinn af leiknum dró af Víkingum og slitnaði á milli línanna í varnarleik liðsins. Leikmenn Vllaznia nýttu sér það. Stjörnur og skúrkar Oliver Ekroth var öflugur í varnarleik Víkings. Tarik Ibrahimagic var vinnusamur inni á miðsvæðinu og Valdimar Þór skeinuhættur í sóknarleiknum. Gylfi Þór ógnaði í föstum leikatriðum og eitt þeirra skóp markið sem Karl Friðleifur skoraði. Helgi var flottur í vinsti bakverðinum og var óheppinn að skora ekki. Dómarar leiksins Alexandros Tsakalidis, grískur dómari leiksins og samlandar hans í dómarateyminu voru lítt áberandi í þessum leik og létu leikinn flæða eins vel og nokkur kostur var. Þeir fá átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Stemmingin virtist vera mjög misjöfn en mark Karls Friðleifs sló þögn á stuðningsmenn Vllaznia sem tóku svo gleði sína á ný þegar betur fór að ganga í seinni hálfleik. Ef harðkjarna stuðningsmannahópur Vllaznia mætir á Heimavöll hamingjunnar þurfa stuðningsmenn Víkings að hafa sig alla við til þess að þeir hafi betur á pöllunum eins og stefnan er að gera inni á vellinum.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn