Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2025 07:06 Trump og Gabbard hafa sakað Obama um tilraun til valdaráns. Getty Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. „Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni. Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
„Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni.
Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira