Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson höfðu starfað saman síðustu þrjú ár. Vísir/Getty Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn. Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira