Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 15:32 Robbie mun bregða sér í sama hlutverk og Allison Hayes lék árið 1958 og Daryl Hannah árið 1993. Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43