Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 22:56 Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Í málinu var maðurinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að, Litái á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum var gefið að sök að beita manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hafi hinn hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Eina beina ofbeldislýsingin sem finna má í ákærunni var sú að hinn grunaði var sagður hafa slegið hinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá sjálfum árásarmanninum sem neitaði sök. Hann viðurkenndi þó að hafa gert einmitt það, veitt honum löðrunga, en ekkert meira. Margt á huldu Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem nú hefur verið birtur, er bent á að þegar atvik málsins hafi átt sér stað hafi þrír menn verið í sumarhúsinu. Árásarmaðurinn, hinn látni og þriðji maðurinn. Allir voru þeir litáískir karlmenn sem voru að vinna að sumarhúsi í næsta nágrenni og bjuggu í umræddum bústað á meðan. Kvöldið áður hafi þeir eftir vinnu eldað sér kvöldmat saman og drukkið áfengi. Snemma morguninn eftir hafi einn þeirra, sá sem lést, kvartað undan verki vegna þess að hann hafði dottið niður stiga. Hann hringdi símtöl vegna þess. Atvikalýsingin sem dómurinn virðist byggja á er á þessum grunni. Það sem er talið hafa gerst þar á eftir er ekki eins ljóst. Bent er á að réttarlæknir sagði fyrir dómi að áverkar hins látna hafi ekki verið til komnir vegna þess að hann hlaut tvo löðrunga eða féll úr stól, og heldur ekki vegna falls úr stiga. Eitthvað annað meira útskýrði áverkanna, líklega högg og spörk annars manns. Hvorugur algjörlega trúverðugur Framburður árásarmannsins þótti ekki stöðugur eða trúverðugur í öllum atriðum. Þá þótti framburður þriðja mannsins stöðugur í meginatriðum en sumar skýringar hans þóttu ekki sérlega trúverðugar. Í dómnum segir þó að ekki liggi fyrir bein sönnun um að árás árásarmannsins hafi verið grófari og ofsafengnari en hann viðurkenndi sjálfur. Þá sé ósamræmið í framburði hans ekki þess eðlis að það veiti sönnun um að hann hafi valdið dauða hins mannsins. „Líklegt eða líklegast“ ekki nóg Það er niðurstaða dómsins að ef árásarmaðurinn yrði sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem hefði orðið öðrum manni að aldurtila, líkt og hann var ákærður fyrir, myndi það byggja á ályktun um að „líklega eða líklegast“ hefði það verið að árásarmaðurinn en ekki einhver annar sem hefði veitt hinum látna þung högg eða spörk sem hefðu leitt til dauða hans. Jafnframt þyrfti þá að álykta hvar það hefði gerst, hvernig og hvenær um umræddan morgun. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóminn.Vísir/Vilhelm „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar skafeldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það er að mati dómsins tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, en litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi, og vegna þess að hann játaði.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira