Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar 21. júlí 2025 18:01 Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar