Fótbolti

Víkingur mætir lík­lega Bröndby ef liðið kemst á­fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Víkingi.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Víkingi. Vísir/Diego

Í hádeginu var dregið í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu og Víkingar duttu ekki beint í lukkupottinn.

Þeir spila á fimmtudag við albanska liðið Skhoder og takist Víkingi að komast áfram mæta þeir væntanlega danska stórliðinu Bröndby.

Bröndby er að spila við færeyska liðið HB og má fastlega gera ráð fyrir því að Bröndby fari áfram þó svo færeysku liðin séu að standa sig vel í Evrópu.

KA mætir Silkeborg í Danmörku á morgun og ef liðið kemst áfram er næsti andstæðingur annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagielloina frá Póllandi.

Valur er að spila við Zalgiris og fær Arda Kardzhali frá Búlgaríu eða HJK frá Helsinki ef topplið Bestu deildarinnar kemst áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×