Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“ Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“
Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira