Innlent

Mesta mengun frá upp­hafi elds­um­brota og deilt um utan­ríkis­málin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina miklu mengun sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu það  sem af er degi. 

Við heyrum meðal annars í lungnalækni sem segir að þrátt fyrir mælingarnar þurfi hraust fólk yfir tvítugu ekki að hafa miklar áhyggjur af menguninni. 

Og við fjöllum áfram um gosi á Reykjanesi en fjöldi fólks hefur gert sér ferð að gosstöðvunum síðustu daga enda aðgengi að þessu gosi með betra móti, miðað við síðustu gos. 

Þá verður rætt við fasteignasala sem segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×