„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 19:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent