Innlent

Ráð­herra bregst snögg­lega við og mikið stuð í Húna­byggð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd komi saman á mánudaginn. Bæði formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram beiðni um fund vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB til landsins. Rætt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgunnar. 

Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær á Akureyri, grunaðir um frelsissviptingu. Varðstjóri segir aðgerðir hafa gengið vel. Þremur hefur verið sleppt úr haldi. 

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni haldist nokkuð stöðugt síðastliðinn sólarhring. Gosmóðu hefur orðið vart víða um land, einkum á vestur og norðurhluta landsins.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Pam Bondi, hefur óskað eftir því að hluti dómsskjala í máli kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein verði gerður opinber. Talið er að það muni taka dómstóla einhvern tíma að úrskurða í málinu en ræða þarf við fórnarlömb sem nefnd eru á nafn í skjölunum.

Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×