Kátína í Kenía og kvalir í Köben Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir Vísir/Bjarni Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira