„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:22 Guðrún Arnardóttir lék 150 leiki fyrir Rosengård og skoraði í þeim þrettán mörk sem er mjög gott fyrir miðvörð sem tekur ekki víti. Getty/Jonathan Nackstrand Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið. Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Sænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira
Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard)
Sænski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira