„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 06:44 Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar. Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar.
Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira