Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Undanfarin misseri hefur því verið haldið fram af starfsfólki heilbrigðisstofnana hér á landi að notkun tóbakslauss nikótíns ein og sér leiði til alvarlegra langvinnra sjúkdóma. Þessar fullyrðingar eru ekki studdar af vísindalegum staðreyndum. Rannsóknir sýna að nikótín, þótt vissulega ávanabindandi sé, valdi ekki krabbameini, lungnasjúkdómum, hjartasjúkdómum eða heilablóðfalli. Þau hættulegu efni sem sígarettur innihalda, svo sem tjara, arsenik og önnur eiturefni í brennandi tóbaki, eru ábyrg fyrir þessum sjúkdómum, þegar þeir koma upp, ekki nikótínið eitt og sér. Nikótín sem verkfæri til skaðaminnkunar Í áratugi hefur tóbakslaust nikótín verið notað með góðum árangri í formi tyggjós eða plástra til að aðstoða fólk við að hætta að nota tóbak. Þetta hefur skilað mælanlega betri heilsu fólks og dregið úr tóbakstengdum sjúkdómum. Dæmi má taka frá Svíþjóð þar sem nýgengi krabbameins meðal karla hefur dregist saman á sama tíma og reykingar hafa minnkað verulega. Alþjóðleg heilbrigðisvísindasamfélög, heilbrigðisstofnanir og krabbameinssamtök eru samhljóða í þeirri skoðun að verulegur munur sé bæði á stigi og eðli áhættunnar við að reykja sígarettur og nota tóbakslausar nikótínvörur svo sem rafrettur og nikótínpúða. Rannsóknir benda jafnframt til þess að þessar vörur séu svipað skaðlitlar og tóbakslaus nikótínlyf, sem þegar eru samþykkt sem heilbrigðisvörur. Samfélagslegur ávinningur staðreyndanna Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni nota um 33% íslenskra ungmenna á aldrinum 18–24 ára tóbakslausa nikótínpúða, sem er hæsta hlutfall meðal Norðurlandanna. Á hinn bóginn er tóbaksnotkun meðal ungs fólks á Íslandi með því lægsta sem þekkist í þessum löndum. Á síðasta ári var Svíþjóð fyrsta landið til þess að ná því markmiði að geta talist reyklaust með reykingartíðni undir 5%, sem er viðmið sett er af Alþjóðlegu Heilbrigðisstofnuninni. Ísland getur gert ennþá betur og orðið fyrsta tóbakslausa landið, þar sem reykingar mælast nú 5,6% og hlutfall þeirra sem tekur tóbak í vör er 1,3%. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Lýðheilsustofnunar Noregs (Folkehelseinstituttet) frá 2019 leiðir færsla frá tóbaksreykingum yfir í skaðaminni nikótínvörur til umtalsverðs ávinnings fyrir heilsu samfélagsins í heild. Í skýrslunni er jafnframt hvatt til sérstakrar rannsóknar á tregðu heilbrigðisyfirvalda til að leiðrétta algengan misskilning um hættu slíkrar notkunar, þar sem yfirvöld viti að villandi upplýsingagjöf hafi verið við lýði um langa hríð. Tóbakslausar vörur eru ekki tóbak – lagaleg aðgreining nauðsynleg Ljóst er að rafrettur og nikótínpúðar innihalda ekki tóbak og ættu því ekki að falla undir sömu skilgreiningu og tóbak í lögum. Að setja slíkar vörur undir sama hatt og brennanlegt tóbak eða munntóbak er ekki aðeins villandi heldur getur það dregið úr árangri skaðaminnkunar í samfélaginu. Slík skekkja í löggjöf getur einnig leitt til þess að einstaklingar sem treysta á nikótínlausar vörur til að komast út úr reykingum, missi aðgengi að þeim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur aðildarríki sín til að hækka skatta á tóbak, áfengi og sykraða drykki um 50% eða meira til að draga úr heilsufarslegum skaða og bæta lýðheilsu. Engin slík hvatning var sett fram varðandi tóbakslausar nikótínvörur, og gera má ráð fyrir að það undirstriki þá afstöðu stofnunarinnar að slíkar vörur falli ekki undir sama flokk og hefðbundið tóbak. Áskorun til stjórnvalda Bann við markaðssetningu til barna er þegar í gildi. Allar umbúðir þurfa að fara í gegnum umsóknarferli og þarfnast samþykkis opinbers eftirlitsaðila áður en þær eru markaðssettar. Það sem vantar hins vegar upp á í dag er virkt, árangursdrifið og gagnsætt eftirlit sem tryggir að tilgangur laganna: að vernda börn og ungmenni, nái fram að ganga í reynd. Ég skora á heilbrigðisráðuneytið að grípa til aðgerða: styrkja eftirfylgni, skilgreina verkferla og tryggja að eftirlitsaðilar hafi nauðsynlegar heimildir, úrræði og ábyrgð til að framfylgja lögunum. Það er ekki ásættanlegt að vernd barna byggi á góðum fyrirætlunum en veikburða framkvæmd. Jafnframt hvet ég stjórnvöld og Landlæknisembættið til að ráðast í óháða, gagnsæja og faglega úttekt á áhrifum tóbakslausra nikótínvara á neytendur tóbaks á Íslandi. Slík greining sem byggir á staðreyndum, ekki hræðsluáróðri ætti að leggja mat á raunverulegan samfélagslegan og efnahagslegan ávinning skaðaminnkandi leiða. Ef niðurstöður sýna að slíkar vörur hjálpa fólki að hætta að nota tóbaksvörur, ættu stjórnvöld að nýta þær sem tæki í baráttunni við tóbakið – ekki bæla þær niður með geðþóttaákvörðunum. Að setja allar tóbakslausar nikótínvörur undir sama hatt og tóbak, eins og núverandi tillögur heilbrigðisráðherra gefa til kynna, væri bæði skaðlegt og ábyrgðarlaust því margir, sem áður voru háðir tóbaki, treysta á tóbakslausar nikótínvörur til þess að bæta líf sitt og heilsu. Fyrirhugaðar lagabreytingar heilbrigðisstjórnvalda og Landlæknisembættis gætu nefnilega hindrað fólk í að losna við tóbakið, skaðlegasta neysluformið. Gerum Ísland tóbakslaust! Höfundur er eigandi Duflands heildsölu, sem selur nikótínvörur. Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det-her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m-mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a82PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low-rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur því verið haldið fram af starfsfólki heilbrigðisstofnana hér á landi að notkun tóbakslauss nikótíns ein og sér leiði til alvarlegra langvinnra sjúkdóma. Þessar fullyrðingar eru ekki studdar af vísindalegum staðreyndum. Rannsóknir sýna að nikótín, þótt vissulega ávanabindandi sé, valdi ekki krabbameini, lungnasjúkdómum, hjartasjúkdómum eða heilablóðfalli. Þau hættulegu efni sem sígarettur innihalda, svo sem tjara, arsenik og önnur eiturefni í brennandi tóbaki, eru ábyrg fyrir þessum sjúkdómum, þegar þeir koma upp, ekki nikótínið eitt og sér. Nikótín sem verkfæri til skaðaminnkunar Í áratugi hefur tóbakslaust nikótín verið notað með góðum árangri í formi tyggjós eða plástra til að aðstoða fólk við að hætta að nota tóbak. Þetta hefur skilað mælanlega betri heilsu fólks og dregið úr tóbakstengdum sjúkdómum. Dæmi má taka frá Svíþjóð þar sem nýgengi krabbameins meðal karla hefur dregist saman á sama tíma og reykingar hafa minnkað verulega. Alþjóðleg heilbrigðisvísindasamfélög, heilbrigðisstofnanir og krabbameinssamtök eru samhljóða í þeirri skoðun að verulegur munur sé bæði á stigi og eðli áhættunnar við að reykja sígarettur og nota tóbakslausar nikótínvörur svo sem rafrettur og nikótínpúða. Rannsóknir benda jafnframt til þess að þessar vörur séu svipað skaðlitlar og tóbakslaus nikótínlyf, sem þegar eru samþykkt sem heilbrigðisvörur. Samfélagslegur ávinningur staðreyndanna Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni nota um 33% íslenskra ungmenna á aldrinum 18–24 ára tóbakslausa nikótínpúða, sem er hæsta hlutfall meðal Norðurlandanna. Á hinn bóginn er tóbaksnotkun meðal ungs fólks á Íslandi með því lægsta sem þekkist í þessum löndum. Á síðasta ári var Svíþjóð fyrsta landið til þess að ná því markmiði að geta talist reyklaust með reykingartíðni undir 5%, sem er viðmið sett er af Alþjóðlegu Heilbrigðisstofnuninni. Ísland getur gert ennþá betur og orðið fyrsta tóbakslausa landið, þar sem reykingar mælast nú 5,6% og hlutfall þeirra sem tekur tóbak í vör er 1,3%. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Lýðheilsustofnunar Noregs (Folkehelseinstituttet) frá 2019 leiðir færsla frá tóbaksreykingum yfir í skaðaminni nikótínvörur til umtalsverðs ávinnings fyrir heilsu samfélagsins í heild. Í skýrslunni er jafnframt hvatt til sérstakrar rannsóknar á tregðu heilbrigðisyfirvalda til að leiðrétta algengan misskilning um hættu slíkrar notkunar, þar sem yfirvöld viti að villandi upplýsingagjöf hafi verið við lýði um langa hríð. Tóbakslausar vörur eru ekki tóbak – lagaleg aðgreining nauðsynleg Ljóst er að rafrettur og nikótínpúðar innihalda ekki tóbak og ættu því ekki að falla undir sömu skilgreiningu og tóbak í lögum. Að setja slíkar vörur undir sama hatt og brennanlegt tóbak eða munntóbak er ekki aðeins villandi heldur getur það dregið úr árangri skaðaminnkunar í samfélaginu. Slík skekkja í löggjöf getur einnig leitt til þess að einstaklingar sem treysta á nikótínlausar vörur til að komast út úr reykingum, missi aðgengi að þeim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur aðildarríki sín til að hækka skatta á tóbak, áfengi og sykraða drykki um 50% eða meira til að draga úr heilsufarslegum skaða og bæta lýðheilsu. Engin slík hvatning var sett fram varðandi tóbakslausar nikótínvörur, og gera má ráð fyrir að það undirstriki þá afstöðu stofnunarinnar að slíkar vörur falli ekki undir sama flokk og hefðbundið tóbak. Áskorun til stjórnvalda Bann við markaðssetningu til barna er þegar í gildi. Allar umbúðir þurfa að fara í gegnum umsóknarferli og þarfnast samþykkis opinbers eftirlitsaðila áður en þær eru markaðssettar. Það sem vantar hins vegar upp á í dag er virkt, árangursdrifið og gagnsætt eftirlit sem tryggir að tilgangur laganna: að vernda börn og ungmenni, nái fram að ganga í reynd. Ég skora á heilbrigðisráðuneytið að grípa til aðgerða: styrkja eftirfylgni, skilgreina verkferla og tryggja að eftirlitsaðilar hafi nauðsynlegar heimildir, úrræði og ábyrgð til að framfylgja lögunum. Það er ekki ásættanlegt að vernd barna byggi á góðum fyrirætlunum en veikburða framkvæmd. Jafnframt hvet ég stjórnvöld og Landlæknisembættið til að ráðast í óháða, gagnsæja og faglega úttekt á áhrifum tóbakslausra nikótínvara á neytendur tóbaks á Íslandi. Slík greining sem byggir á staðreyndum, ekki hræðsluáróðri ætti að leggja mat á raunverulegan samfélagslegan og efnahagslegan ávinning skaðaminnkandi leiða. Ef niðurstöður sýna að slíkar vörur hjálpa fólki að hætta að nota tóbaksvörur, ættu stjórnvöld að nýta þær sem tæki í baráttunni við tóbakið – ekki bæla þær niður með geðþóttaákvörðunum. Að setja allar tóbakslausar nikótínvörur undir sama hatt og tóbak, eins og núverandi tillögur heilbrigðisráðherra gefa til kynna, væri bæði skaðlegt og ábyrgðarlaust því margir, sem áður voru háðir tóbaki, treysta á tóbakslausar nikótínvörur til þess að bæta líf sitt og heilsu. Fyrirhugaðar lagabreytingar heilbrigðisstjórnvalda og Landlæknisembættis gætu nefnilega hindrað fólk í að losna við tóbakið, skaðlegasta neysluformið. Gerum Ísland tóbakslaust! Höfundur er eigandi Duflands heildsölu, sem selur nikótínvörur. Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det-her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m-mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a82PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low-rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun