Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar