Innlent

Enn eitt gosið hafið og í­búar tala um Groundhog Day

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður fókusinn á Grindavík enda hófst enn eitt eldgosið á Sunhnúksgígaröðinni í nótt. 

Við heyrum í viðbragðsaðilum hvernig gekk í nótt en í bænum var nokkur fjöldi fólks, bæði í heimahúsum og á tjaldsvæðinu.

Einnig verður rætt við bæjarbúa sem eru orðnir langþreyttir á eldsumbrotunum og líkja þeim við kvikmyndina góðkunnu Groundhog Day. 

Að auki verður rætt við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem segir gosið ekki hafa komið sér á óvart, þótt Veðurstofan hafi síðast í gær spáð því að nýtt gos kæmi ekki fyrr en með haustinu.

Í íþróttapakka dagsins verður svo farið yfir frækilegan sigur Blika í forkeppni Meistaradeildarinnar og rætt við framkvæmdastjóra Golfklúbbs Grindavíkur sem ætlaði að hefja Meistaramót á Húsatóftavelli í dag. Af því varð ekki, af augljósum ástæðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×