„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 09:05 Margrét hefur rannsakað afbrot ungmenna um árabil. Bylgjan Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira