Íslenski boltinn

KR-ingar hafa enn ekki unnið úti­leik í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar hafa náð í þrettán af sextán stigum sínum í Laugardalnum.
KR-ingar hafa náð í þrettán af sextán stigum sínum í Laugardalnum. vísir/Diego

KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

Skagamenn náðu þeim ekki að stigum en eru nú bara stigi á eftir. Sömu sögu er að segja af KA og KR-ingar eru því í bullandi fallbaráttu.

Slæmt gengi liðsins í útileikjum hélt áfram á Skaganum.

Þetta var áttundi útileikur KR í sumar og þeir hafa enn ekki unnið útileik í Bestu deildinni í sumar.

KR er nú eina liðið í allri deildinni sem hefur ekki unnið á útivelli á leiktíðinni.

Botnliðin KA og ÍA hafa bæði unnið útileik og Skagamenn meira að segja þrjá.

KR gerði jafntefli í fyrstu þremur útileikjum sínum á móti KA (2-2), FH (2-2) og Breiðabliki (3-3) en hefur síðan tapað fimm útileikjum í röð.

Liðið hefur ennfremur skorað minna og minna með hverju tapinu á útivelli þar til í sumar þar sem KR-ingum tókst í fyrsta sinn í sumar ekki að skora mark.

  • Fæstir sigrar á útivelli í Bestu deild karla í sumar:
  • 0 - KR
  • 1 - Stjarnan
  • 1 - Afturelding
  • 1 - FH
  • 2 - Vestri
  • 2 - Fram
  • 2 - ÍBV
  • 2 - KA
  • -
  • Fimm síðustu útileikir KR í Bestu deildinni:
  • 4-3 tap á móti Aftureldingu
  • 4-2 tap á móti KR
  • 3-2 tap á móti Víkingi R.
  • 6-1 tap á móti Val
  • 1-0 tap á móti ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×