Sport

Sinner fagnaði sigri á Wimbledon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jannik Sinner fagnar sigri eftir rúmlega þriggja tíma úrslitaleik.
Jannik Sinner fagnar sigri eftir rúmlega þriggja tíma úrslitaleik. vísir/getty

Ítalinn Jannik Sinner hafði betur gegn Spánverjanum Carlos Alcaraz í mögnuðum úrslitaleik á Wimbledon.

Sinner hafði betur í fjórum settum sem öll fóru 6-4. Alcaraz barðist eins og hann gat en Sinner var einfaldlega sterkari.

Þetta er fyrsti sigur Sinner á Wimbledon og hann náði fram hefndum gegn Alcaraz eftir tap á Opna franska þar sem þeir mættust í eftirminnilegum úrslitaleik.

Þessir stórkostlegu kappar eiga eftir að mætast í mörgum úrslitaleikjum í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×