Körfubolti

Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James er á útleið og Luka Doncic verður nýi kóngurinn hjá Lakers.
LeBron James er á útleið og Luka Doncic verður nýi kóngurinn hjá Lakers. vísir/getty

Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær LA Lakers staðfestir að LeBron James sé á förum frá félaginu.

Bandarískir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun um málið í gær og nú er í raun bara beðið eftir tilkynningunni frá Lakers.

Eitt af mörgu sem styður þá kenninga blaðamanna vestra er sú staðreynd að þegar Lakers var selt í síðasta mánuði fékk Luka Doncic að vita af sölunni en ekki LeBron.

Lakers virðist vera búið að taka ákvörðun um að keyra áfram með Doncic sem andlit félagsins á meðan James verður leyft að reyna fyrir sér annars staðar. Hafi hann á annað borð hug á því sem er talið líklegt.

James er orðinn fertugur og hefur verið í herbúðum LA Lakers síðan 2018.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×