Erlent

Liðs­menn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verkalýðsflokkur Kúrda hefur ákveðið að hætta vopnuðum átökum.
Verkalýðsflokkur Kúrda hefur ákveðið að hætta vopnuðum átökum. epa/Metin Yoksu

Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust.

PKK, sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, Evrópusambandinu, Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa barist gegn stjórnvöldum í Tyrklandi í rúma fjóra áratugi en samþykktu í vor að hætta störfum og vopnaðri baráttu. 

Talið er að um 40 þúsund manns hafi látist í átökunum. 

Samkvæmt erlendum miðlum verður efnt til afhafnar í dag þar sem nokkrir liðsmenn PKK munu leggja niður vopna á táknrænan hátt en halda svo aftur til bækistöðva sinna. Formleg afvopnun hefst síðan í kjölfarið, í samráði við stjórnvöld í Tyrklandi, Írak og Kúrdistan.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst tímamótunum þannig að loks sé verið að taka blóðuga hlekkina af fótum Tyrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×