Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar 10. júlí 2025 13:31 Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Seltjarnarnes Grímur Atlason Málefni fatlaðs fólks Vistheimili Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun