Engin U-beygja hjá Play Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir félagið halda áfram á þeirri vegferð sem lagt hafi verið upp með í fyrra. Vísir/Einar Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira