Engin U-beygja hjá Play Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir félagið halda áfram á þeirri vegferð sem lagt hafi verið upp með í fyrra. Vísir/Einar Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira