Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun