Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Sjávarútvegur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þar á meðal um sjávarútvegsmál. Þannig yrði vægi okkar á þingi sambandsins á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan margfalt verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun Evrópusambandsins, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Þetta yrði svonefnt sæti við borðið. Með öðrum orðum stenzt málflutningur Viðreisnar í þessum efnum ljóslega enga skoðun. Vangaveltur voru fyrir vikið uppi í umræðum á Alþingi á dögunum hvort frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um veiðigjöld tengdust þessu meginstefnumáli flokksins. Hvort markmiðið með frumvarpinu væri að grafa undan rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo auðveldara yrði að sannfæra landsmenn um að ganga í Evrópusambandið. Vangaveltur í þessum efnum eru ekki aðeins skiljanlegar í ljósi þess hversu illa hefur augljóslega verið staðið að frumvarpi ráðherrans þegar kemur að efnahagslegum forsendum þess, í því skyni að reyna að réttlæta stóraukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtæki, heldur einnig í ljósi þess að Evrópusambandssinnar hafa lengi litið á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegarins sem stóra hindrun í vegi þess að hægt verði að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Til að mynda hlökkuðu ófáir Evrópusambandssinnar beinlínis yfir því í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 þegar vægi fjármálageirans fyrir þjóðarbúið varð um tíma meira en sjávarútvegarins. Var rætt opinskátt um það í þeirra röðum að ganga myndi betur að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þar sem sjávarútvegurinn hefði minna efnahagslegt vægi en áður. Ekki þótti skemma fyrir að svonefndir útrásarvíkingar voru upp til hópa hlynntir inngöngu í sambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að sjávarútvegsfyrirtæki innan Evrópusambandsins greiða engin veiðigjöld. Þvert á móti er ósjálfbær rekstur þeirra styrktur úr vösum skattgreiðenda. Hugsunin virðist vera sú að veikari rekstrargrundvöllur íslenzks sjávarútvegs muni mögulega gera hann ginnkeyptari fyrir því að verða hluti af niðurgreiddum sjávarútvegi sambandsins. Eins og reynt hefur til dæmis verið að freista landbúnaðarins með vísan til niðurgreiðslna innan þess. Mikilvægt er í öllu falli að hafa ávallt í huga þegar Viðreisn er annars vegar að flokkurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál hans taka mið af því. Þá annað hvort sem liður í því að greiða fyrir inngöngu í sambandið eða standa allavega ekki í vegi hennar. Landbúnaðarstefna Viðreisnar gengur til dæmis út á aðlögum að fyrirkomulagi Evrópusambandsins og sama á við um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun