Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 07:53 Stjórnendur byggingarfyrirtækja segja margt hafa áhrif á byggingu nýrra íbúða. Þeim gæti farið fækkandi næstu misseri. Vísir/Vilhelm Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira