Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar 9. júlí 2025 08:33 Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar