Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun