KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2025 09:32 Sævar Pétursson er himinlifandi að fá Evrópuleikinn gegn Silkeborg norður til Akureyrar. KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“ Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira