Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 20:20 Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. vísir/lýður Valberg Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira