Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Haraldur Örn Haraldsson skrifar 6. júlí 2025 16:00 Lando Norris vann sinn heima kappakstur í fyrsta sinn á sínum ferli í dag. Kym Illman/Getty Images Lando Norris vann í dag Silverstone kappaksturinn í Formúlu 1. Það rigndi gríðarlega mikið á köflum í keppninni en Bretinn stóð sig frábærlega í erfiðum aðstæðum. Lando Norris saxar þá á forskot Oscar Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna. Piastri náði 2. sæti í keppninni og er með 234 stig á tímabilinu og Norris með 226 stig. Nico Hulkenberg náði 3. sæti í keppninni en þetta er fyrsta skiptið á hans langa ferli sem hófst árið 2010 sem hann nær verðlaunapalli. Nico Hulkenberg (37 ára) hafði byrjað 238 Formúlu 1 keppnir, mest allra, án þess að ná á verðlaunapall fyrir keppnina í dag.Jayce Illman/Getty Þetta var áhugaverð byrjun á enska kappakstrinum þar sem allir ökumenn byrjuðu á vætudekkjum, en strax á upphitunarhringnum fóru nokkrir ökumenn inn að Skipta yfir að þurrdekk. Rigningin myndi koma aftur, eða henni væri betur lýst sem hellidembu. Það voru nokkrir ökumenn sem duttu úr leik við þessar aðstæður, en Gabriel Bortoleto, Liam Lawson og Franco Colapinto þurftu að hætta keppni snemma. Öryggisbíllinn var sendur út þar sem rigningin var það mikil, og þegar keppnin fór aftur af stað hélt óreiðan áfram. Isack Hadjar klessti aftan á Kimi Antonelli og lauk keppni, þar af leiðandi báðir Racing Bull bílarnir úr leik. Öryggisbíllinn var aftur sendur út aðeins einum hring eftir að hann kom inn. Antonelli þurfti einnig að hætta keppni eftir þennan árekstur, þó að hann reyndi að halda sér úti á braut í einhvern tíma. Þá aðeins 15 bílar eftir. Sögulínurnar voru enn fleiri þar sem eftir að kappaksturinn fór aftur í gang missti Max Verstappen, sem var í 2. sæti, stjórn á bílnum sínum og hrundi niður listann. Oscar Piastri fékk þá tíu sekúndna refsingu fyrir að keyra hættulega fyrir aftan öryggisbíl. Lando Norris náði að nýta sér það og tók toppsætið af liðsfélaganum. Skemmtunin hélt áfram út keppnina, þar sem ökumenn skiptust á sætum, en það voru að minnsta kosti ekki fleiri bílar sem þurftu að hætta. Sjá má þá ökumenn sem unnu sér inn stig hér fyrir neðan. Lando Norris (McLaren) 25 stig Oscar Piastri (McLaren) 18 stig Nico Hulkenberg (Sauber) 15 stig Lewis Hamilton (Ferrari) 12 stig Max Verstappen (Red Bull) 10 stig Lance Stroll (Aston Martin) 8 stig Pierre Gasly (Alpine) 6 stig Fernando Alonso (Aston Martin) 4 stig Alexander Albon (Williams) 2 stig George Russell (Mercedes) 1 stig Akstursíþróttir Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjá meira
Lando Norris saxar þá á forskot Oscar Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna. Piastri náði 2. sæti í keppninni og er með 234 stig á tímabilinu og Norris með 226 stig. Nico Hulkenberg náði 3. sæti í keppninni en þetta er fyrsta skiptið á hans langa ferli sem hófst árið 2010 sem hann nær verðlaunapalli. Nico Hulkenberg (37 ára) hafði byrjað 238 Formúlu 1 keppnir, mest allra, án þess að ná á verðlaunapall fyrir keppnina í dag.Jayce Illman/Getty Þetta var áhugaverð byrjun á enska kappakstrinum þar sem allir ökumenn byrjuðu á vætudekkjum, en strax á upphitunarhringnum fóru nokkrir ökumenn inn að Skipta yfir að þurrdekk. Rigningin myndi koma aftur, eða henni væri betur lýst sem hellidembu. Það voru nokkrir ökumenn sem duttu úr leik við þessar aðstæður, en Gabriel Bortoleto, Liam Lawson og Franco Colapinto þurftu að hætta keppni snemma. Öryggisbíllinn var sendur út þar sem rigningin var það mikil, og þegar keppnin fór aftur af stað hélt óreiðan áfram. Isack Hadjar klessti aftan á Kimi Antonelli og lauk keppni, þar af leiðandi báðir Racing Bull bílarnir úr leik. Öryggisbíllinn var aftur sendur út aðeins einum hring eftir að hann kom inn. Antonelli þurfti einnig að hætta keppni eftir þennan árekstur, þó að hann reyndi að halda sér úti á braut í einhvern tíma. Þá aðeins 15 bílar eftir. Sögulínurnar voru enn fleiri þar sem eftir að kappaksturinn fór aftur í gang missti Max Verstappen, sem var í 2. sæti, stjórn á bílnum sínum og hrundi niður listann. Oscar Piastri fékk þá tíu sekúndna refsingu fyrir að keyra hættulega fyrir aftan öryggisbíl. Lando Norris náði að nýta sér það og tók toppsætið af liðsfélaganum. Skemmtunin hélt áfram út keppnina, þar sem ökumenn skiptust á sætum, en það voru að minnsta kosti ekki fleiri bílar sem þurftu að hætta. Sjá má þá ökumenn sem unnu sér inn stig hér fyrir neðan. Lando Norris (McLaren) 25 stig Oscar Piastri (McLaren) 18 stig Nico Hulkenberg (Sauber) 15 stig Lewis Hamilton (Ferrari) 12 stig Max Verstappen (Red Bull) 10 stig Lance Stroll (Aston Martin) 8 stig Pierre Gasly (Alpine) 6 stig Fernando Alonso (Aston Martin) 4 stig Alexander Albon (Williams) 2 stig George Russell (Mercedes) 1 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjá meira