Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar 5. júlí 2025 20:30 Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun