Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 5. júlí 2025 08:34 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar