Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 14:59 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir/Arnar Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar. Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar.
Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira