Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 07:31 Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar