Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 17:13 Til hægri er langafabarn Trampe greifa, Adam Christopher Trampe, en hann mætti með syni sínum Peter Adam Frederik Trampe. Trampe og Jón Sigurðsson eru í forgrunni á Þjóðfundarmálverkinu í forsal Alþingishússins Alþingi Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum. Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum.
Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira