„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 15:31 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“ Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent