Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Skjáskot af færslu sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti á samfélagsmiðlum í gærmorgun. Vísir Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira