Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Skjáskot af færslu sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti á samfélagsmiðlum í gærmorgun. Vísir Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira