Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 3. júlí 2025 14:33 Stríðið í Úkraínu, sem Rússar hófu í lok febrúar árið 2022, er það mesta í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og hefur sett varnar og öryggismál álfunnar og í raun heimsins alls í algert uppnám. Nokkuð sem hefur ekki sést síðan í Kalda stríðinu, frá 1945-1991. Fyrir skömmu var samþykkt á leiðtogafundi NATO að stórauka framlög til varnar og öryggismála, og um slíkar upphæðir að venjuleg fólk getur ekki sett þær í samhengi. Litlar líkur eru á friði í Úkraínu um þessar mundir, enda friðarvilji árásaraðilans, Rússlands (les: Vladimírs Pútíns forseta), í raun enginn og kröfur þeirra jafngilda allsherjar uppgjöf Úkraínu. Þær eru í raun bæði misbjóðandi og allt að því heimskulegar. Í afstöðnum júní voru árásir Rússa þær mestu frá upphafi stríðsins, en Rússar ráðast á öll möguleg skotmörk, skiptir engu máli hvort um er að ræða herflugvöll eða barnaheimili, sjúkrahús eða skóla. Grimmd þeirra virðist takmarkalaus. Úkraína berst fyrir lífinu Úkraína berst fyrir lífi sínu, landinu hefur bókstaflega verið ,,nauðgað“ af Rússum og það virðist vera algerlega vera komið í hendur Evrópu að sjá um það að styðja Úkraínu gegn Rússum og bandamönnum þeirra; Íran, Kína, Belarús og Norður-Kóreu, sem nú hafa sent þúsundir hermanna sinna á vígvöllinn. Áhugi valdamanna vestanhafs hefur farið síminnkandi, en þar virðast yfirvöld hafa meiri áhuga á að koma aftur á viðskiptasambandi við Rússa, en að hjálpa Úkraínumönnum að berjast fyrir tilveru sinni, frelsi og sjálfstæði. Það er makalaust. Höfum það á hreinu að markmið Rússa með innrásinni var að koma löglega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu frá og taka yfir landið. Hefðu þeir náð ríkisstjórninni hefðu þeir sennilega drepið hana alla, slíkt er hatrið. En hingað til hefur þessum risaher aðeins tekist að taka yfir tæp 20% af landinu og Rússar ráða einu sinni ekki að fullu yfir þeim svæðum sem þeir segjast hafa á valdi sínu. Til þessa hafa þeir þó fórnað að því að talið er hundruðum þúsunda hermanna, sem hafa fallið eða særst. Sumir telja allt að milljón manns, fallnir og særðir. Rússar eru mesta og alvarlegasta ógnin við öryggi í Evrópu, en það eru fleiri hliðar á þessu óhuggulega stríði sem fá minni athygli en loftárásir, ein er skipulögð rán á úkraínskum börnum. Allt að tugum þúsunda barn rænt Enginn veit hversu mörgum börnum hefur verið rænt í Úkraínu frá upphafi stríðsins, en talið er að fjöldi þeirra nemi jafnvel tugum þúsunda. Tölur allt að 20-30.000 hafa verið nefndar og þykja að minnsta kosti nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem gerð var af læknisfræðideild Yale-háskólans í Bandaríkjunum, kemur fram að vitað er um 19.000 tilfelli, en jafnframt sagt að tölurnar séu líklega mun hærri. En hver er tilgangurinn? Jú, að þurrka út þjóðareinkenni þessara barna og meðal annars ,,endurmennta“ þau sem rússnesk. Sem sagt: Rússavæðing. Vladimír Pútín og yfirvöld í Rússlandi hafa gripið til aðgerða sem miða að því að auðvelda þessum börnum að verða rússneskir ríkisborgarar. Og þar með ,,rússavæða“ þau. Líka hægt að nota orðið að ,,af-úkraínisera“. Klippt hefur verið á öll samskipti barnanna við foreldra sína eða forráðaaðila. Rússar hafa beint aðgerðum sínum sérstaklega gegn berskjölduðum börnum; foreldralausum börnum, börnum með fatlanir, og börnum fátækra foreldra. Sem sagt börn í slæmri félagslegri stöðu og því nýta þeir sér neyð barnanna. Það er sérstaklega skítlegt. Börnin eru oft sett á ,,millistopp“ – sérstaka staði, til dæmis á meðan að verið er að ganga frá ættleiðingu og öðru slíku. Vitað eru um þúsundir barna á þessum stöðum. Börn neydd í herþjálfun Aðferðafræðin við þetta er sem sagt úthugsuð og útsmogin og börn hafa meðal annars verið lokkuð í ,,sumarbúðir“ – til dæmis á Krímskaga, sem Rússar hernámu árið 2014. Þá eru einnig dæmi þess að börn og unglingar hafi verið neydd í herþjálfun. Skjalfest tilfelli eru til um illa meðferð og skort á matvælum fyrir börnin. Þá er einnig vitað að Belarús tekur þátt í þessum aðgerðum með Rússlandi, en það er annað helsta alræðisríki Evrópu og stjórnað af einræðisherranum Alexander Lúkasjénkó, sem þverbrýtur öll mannréttindi í landinu. Áttum okkur bara á því hverskonar skúrka við erum að tala um. Bæði Pútín og umboðsmaður barna í Rússlandi, Maria Belova, hafa verið ákærð af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum (ICC) fyrir þessi barnarán, sem eru í raun alveg ,,grímulaus“ starfsemi ef þannig má orða það. Brotin eru skilgreind sem ,,glæpur gegn mannkyninu.“ Til dæmis var einfaldlega auglýst opinberlega eftir nýjum foreldrum fyrir úkraínsk börn, eftir að Rússar höfðu náð yfirráðum í borginni Mariupol, eftir að þeir lögðu hana nánast í rúst vorið 2022. Þar féllu að minnsta kosti um 8000 manns, auðvitað margir foreldrar. Samkvæmt gögnum Yale-háskóla, hefur aðeins tekist að koma um 1300 börnum aftur til Úkraínu, en auðvitað er það þó betra en ekki neitt. Það krefst bæði tíma og mikillar fyrirhafnar að rannsaka þessi mál og er snúið. Skipulagt fyrir innrás Aðgerðir Rússa gegn úkraínskum börnum höfðu þegar verið teiknaðar upp áður en þeir réðust inn í Úkraínu árið 2022. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum frá ISW (Institute for the Study of War). Þetta sýnir svart á hvítu bæði grimmd og vanvirðingu rússneskra ráðamanna gagnvart Úkraínu, sem varð sjálfstæð þjóð árið 1991, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Reyndar hefur Pútín sagt að Rússar og Úkraínumenn séu sama þjóðin og þar með að úkraínska þjóðin sé ekki til. Það er hluti af hans ,,fordómapakka“ gagnvart Úkraínu. Einu sinni voru þessar þjóðir saman í ríkjabandalagi, en nú reynir önnur þeirra, Rússar, allt til þess að þurrka hina út og beitir til þess öllum tiltækum ráðum. Það kallast þjóðernishreinsanir. Gegn þessu þurfa lýðræðisríki Vesturlanda að standa saman. Og hvað með börnin? Jú, börn eru bæði mikilvægasti og viðkvæmasti hópur hvers samfélags og þau eru framtíðin. Standa þarf vörð um öll réttindi þeirra á allan mögulegan hátt og ber að fordæma þessi grimmdar og óhæfuverk gagnvart úkraínskum börnum af hálfu Rússa. Höfundur er MA í Austurevrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð og starfar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu, sem Rússar hófu í lok febrúar árið 2022, er það mesta í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og hefur sett varnar og öryggismál álfunnar og í raun heimsins alls í algert uppnám. Nokkuð sem hefur ekki sést síðan í Kalda stríðinu, frá 1945-1991. Fyrir skömmu var samþykkt á leiðtogafundi NATO að stórauka framlög til varnar og öryggismála, og um slíkar upphæðir að venjuleg fólk getur ekki sett þær í samhengi. Litlar líkur eru á friði í Úkraínu um þessar mundir, enda friðarvilji árásaraðilans, Rússlands (les: Vladimírs Pútíns forseta), í raun enginn og kröfur þeirra jafngilda allsherjar uppgjöf Úkraínu. Þær eru í raun bæði misbjóðandi og allt að því heimskulegar. Í afstöðnum júní voru árásir Rússa þær mestu frá upphafi stríðsins, en Rússar ráðast á öll möguleg skotmörk, skiptir engu máli hvort um er að ræða herflugvöll eða barnaheimili, sjúkrahús eða skóla. Grimmd þeirra virðist takmarkalaus. Úkraína berst fyrir lífinu Úkraína berst fyrir lífi sínu, landinu hefur bókstaflega verið ,,nauðgað“ af Rússum og það virðist vera algerlega vera komið í hendur Evrópu að sjá um það að styðja Úkraínu gegn Rússum og bandamönnum þeirra; Íran, Kína, Belarús og Norður-Kóreu, sem nú hafa sent þúsundir hermanna sinna á vígvöllinn. Áhugi valdamanna vestanhafs hefur farið síminnkandi, en þar virðast yfirvöld hafa meiri áhuga á að koma aftur á viðskiptasambandi við Rússa, en að hjálpa Úkraínumönnum að berjast fyrir tilveru sinni, frelsi og sjálfstæði. Það er makalaust. Höfum það á hreinu að markmið Rússa með innrásinni var að koma löglega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu frá og taka yfir landið. Hefðu þeir náð ríkisstjórninni hefðu þeir sennilega drepið hana alla, slíkt er hatrið. En hingað til hefur þessum risaher aðeins tekist að taka yfir tæp 20% af landinu og Rússar ráða einu sinni ekki að fullu yfir þeim svæðum sem þeir segjast hafa á valdi sínu. Til þessa hafa þeir þó fórnað að því að talið er hundruðum þúsunda hermanna, sem hafa fallið eða særst. Sumir telja allt að milljón manns, fallnir og særðir. Rússar eru mesta og alvarlegasta ógnin við öryggi í Evrópu, en það eru fleiri hliðar á þessu óhuggulega stríði sem fá minni athygli en loftárásir, ein er skipulögð rán á úkraínskum börnum. Allt að tugum þúsunda barn rænt Enginn veit hversu mörgum börnum hefur verið rænt í Úkraínu frá upphafi stríðsins, en talið er að fjöldi þeirra nemi jafnvel tugum þúsunda. Tölur allt að 20-30.000 hafa verið nefndar og þykja að minnsta kosti nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem gerð var af læknisfræðideild Yale-háskólans í Bandaríkjunum, kemur fram að vitað er um 19.000 tilfelli, en jafnframt sagt að tölurnar séu líklega mun hærri. En hver er tilgangurinn? Jú, að þurrka út þjóðareinkenni þessara barna og meðal annars ,,endurmennta“ þau sem rússnesk. Sem sagt: Rússavæðing. Vladimír Pútín og yfirvöld í Rússlandi hafa gripið til aðgerða sem miða að því að auðvelda þessum börnum að verða rússneskir ríkisborgarar. Og þar með ,,rússavæða“ þau. Líka hægt að nota orðið að ,,af-úkraínisera“. Klippt hefur verið á öll samskipti barnanna við foreldra sína eða forráðaaðila. Rússar hafa beint aðgerðum sínum sérstaklega gegn berskjölduðum börnum; foreldralausum börnum, börnum með fatlanir, og börnum fátækra foreldra. Sem sagt börn í slæmri félagslegri stöðu og því nýta þeir sér neyð barnanna. Það er sérstaklega skítlegt. Börnin eru oft sett á ,,millistopp“ – sérstaka staði, til dæmis á meðan að verið er að ganga frá ættleiðingu og öðru slíku. Vitað eru um þúsundir barna á þessum stöðum. Börn neydd í herþjálfun Aðferðafræðin við þetta er sem sagt úthugsuð og útsmogin og börn hafa meðal annars verið lokkuð í ,,sumarbúðir“ – til dæmis á Krímskaga, sem Rússar hernámu árið 2014. Þá eru einnig dæmi þess að börn og unglingar hafi verið neydd í herþjálfun. Skjalfest tilfelli eru til um illa meðferð og skort á matvælum fyrir börnin. Þá er einnig vitað að Belarús tekur þátt í þessum aðgerðum með Rússlandi, en það er annað helsta alræðisríki Evrópu og stjórnað af einræðisherranum Alexander Lúkasjénkó, sem þverbrýtur öll mannréttindi í landinu. Áttum okkur bara á því hverskonar skúrka við erum að tala um. Bæði Pútín og umboðsmaður barna í Rússlandi, Maria Belova, hafa verið ákærð af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum (ICC) fyrir þessi barnarán, sem eru í raun alveg ,,grímulaus“ starfsemi ef þannig má orða það. Brotin eru skilgreind sem ,,glæpur gegn mannkyninu.“ Til dæmis var einfaldlega auglýst opinberlega eftir nýjum foreldrum fyrir úkraínsk börn, eftir að Rússar höfðu náð yfirráðum í borginni Mariupol, eftir að þeir lögðu hana nánast í rúst vorið 2022. Þar féllu að minnsta kosti um 8000 manns, auðvitað margir foreldrar. Samkvæmt gögnum Yale-háskóla, hefur aðeins tekist að koma um 1300 börnum aftur til Úkraínu, en auðvitað er það þó betra en ekki neitt. Það krefst bæði tíma og mikillar fyrirhafnar að rannsaka þessi mál og er snúið. Skipulagt fyrir innrás Aðgerðir Rússa gegn úkraínskum börnum höfðu þegar verið teiknaðar upp áður en þeir réðust inn í Úkraínu árið 2022. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum frá ISW (Institute for the Study of War). Þetta sýnir svart á hvítu bæði grimmd og vanvirðingu rússneskra ráðamanna gagnvart Úkraínu, sem varð sjálfstæð þjóð árið 1991, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Reyndar hefur Pútín sagt að Rússar og Úkraínumenn séu sama þjóðin og þar með að úkraínska þjóðin sé ekki til. Það er hluti af hans ,,fordómapakka“ gagnvart Úkraínu. Einu sinni voru þessar þjóðir saman í ríkjabandalagi, en nú reynir önnur þeirra, Rússar, allt til þess að þurrka hina út og beitir til þess öllum tiltækum ráðum. Það kallast þjóðernishreinsanir. Gegn þessu þurfa lýðræðisríki Vesturlanda að standa saman. Og hvað með börnin? Jú, börn eru bæði mikilvægasti og viðkvæmasti hópur hvers samfélags og þau eru framtíðin. Standa þarf vörð um öll réttindi þeirra á allan mögulegan hátt og ber að fordæma þessi grimmdar og óhæfuverk gagnvart úkraínskum börnum af hálfu Rússa. Höfundur er MA í Austurevrópufræðum frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð og starfar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar