Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 12:10 Palestínski fáninn dreginn að húni í morgun. Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að draga fána Palestínu að húni við Ráðhús Reykjavíkur, til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Þá var forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg. Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs í dag og var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri Grænna, gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar. Á fundinum í dag var lögð fram að nýju tillaga Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu: „Lagt er til að fáni Palestínu verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni. Fánanum verði flaggað við hlið úkraínska fánans. Í kjölfarið verði forsætisnefnd falið að endurskoða reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkurborgar...“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögunni og lögðu fram svohljóðandi bókun. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja óábyrgt af meirihluta borgarstjórnar að taka afstöðu í viðkvæmum deilum erlendra ríkja ekki síst með hliðsjón af vaxandi stigmögnun á sviði alþjóðamála. Ítreka fulltrúarnir fyrirliggjandi tillögu sína um að Reykjavíkurborg dragi friðarfána að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins svo undirstrika megi að höfuðborgin er yfirlýst friðarborg...“ Framsóknarflokkurinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn telur ekki rétt að flagga fánum einstakra þjóða nema fyrir liggi einróma samstaða allra flokka í borgarstjórn. Svo er ekki í þessu tilviki eins og þegar borgarstjórn ákvað einróma að flagga úkraínska fánanum. Deilan á milli Ísraels og Palestínu er hræðileg og hefur kallað miklar hörmungar yfir saklausa íbúa í Palestínu sérstaklega, en líka í Ísrael...“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, segir á Facebook að með þessu sendi borgaryfirvöld skýr skilaboð um að þau taki undir kröfur alþjóðasamfélagsins um frið, að komið verði á vopnehléi og að þjóðarmorðinu linni tafarlaust. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn standi ekki að baki þessari ákvörðun. Hún hafi lagt til við borgarráð að íslenski þjóðfáninn verði dreginn daglega að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og jafnframt verði ráðist í gerð sérstaks friðarfána Reykjavíkur sem fái að blakta við hlið íslenska fánans, enda sé Reykjavík yfirlýst friðarborg.
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira