Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar 3. júlí 2025 08:32 Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar