Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Árni Jóhannsson skrifar 2. júlí 2025 18:45 Ingibjörg Sigurðardóttir tók við fyrirliðabandinu eftir að Glódís fór útaf. Vísir / Anton Brink Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með niðurstöðuna þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Finnum 0-1 í fyrsta leik EM2025 í Sviss. Liðið náði ekki miklum takti í sinn leik og varð fyrir miklum skakkaföllum í seinni hálfleik sem gerðu verkefnið erfiðara en Ingibjörg gat verið stolt af stelpunum. „Ég er ennþá svona að melta þetta en þetta er gríðarlega svekkjandi. Ákveðinn skellur bara“, var það fyrsta sem Ingibjörg sagði við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Ingibjörg var spurð að því hvernig henni fannst frammistaða liðsins í heild sinni. „Þetta byrjaði brösulega og mér fannst við ekki komast á ról í fyrri hálfleik. Við vissum svosem að þetta gæti verið erfitt í byrjun. Fyrsti leikur á stórmóti og svona. Síðan missum við Glódísi út og það er auðvitað högg og svo missum við Hildi fljótlega eftir það þannig að það var erfitt að komast af stað. En mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og bara gríðarlega stolt af stelpunum.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Ingibjörg eftir leik gegn Finnlandi Leikurinn var erfiður og það er því líklegt að hausarnir á stelpunum séu þungir inn í klefa eftir leik. „Auðvitað, við erum með unga leikmenn sem eru á sínu fyrsta stórmóti en þetta er fyrsti leikur. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk eins og þau segja.“ Það voru stór áföll fyrir liðið í leiknum og var Ingibjörg beðin um að lýsa rauða spjaldinu sem Hildur Antonsdóttir fékk á sig en hún fékk tvö gul spjöld og það var mikill vafi á því hvað hafi gerst. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Dómarinn talaði um groddaralega tæklingu og sagðist viss um að það hafi verið Hildur þó okkur hafi sýnst þetta vera Karó. Ég bara skil þetta ekki alveg. Ég þarf að sjá þetta aftur en þetta er hrikalega svekkjandi.“ Það hlýtur þá erfitt að vera að eiga við þetta óréttlæti inn á vellinum? „Já auðvitað er þetta skellur. En eins og ég segi þá fannst mér við leysa vel úr því og skapa okkur hálffæri og fengum skot á mark og þær áttu í raun ekkert í seinni nema þetta mark. Sem er líka ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Takturinn hlýtur að hafa riðlast þegar Glódís Perla fer af velli. Gat Ingibjörg lýst því hvað var í gangi með Glódísi en hún þurfti t.a.m. að skipta um stuttbuxur? „Glódís er bara búin að vera hálf lasin síðustu daga og búin að reyna allt sem hún getur til að vera með. Bara ótrúlegt að hún hafi náð þessum leik. Hún sýndi þar hvað hún er mikill liðsfélagi og karakter hún er. Þannig að hún var mjög veik, orkulaus og þetta var erfitt fyrir hana. Hún var alveg búin á því í hálfleik og það eru tveir leikir eftir og við viljum hafa hana klára í þeim leikjum þannig að við ætluðum ekki alveg að drepa hana.“ Hvernig metur Ingibjörg framhaldið? Þarf ekki vera fljótt að rífa sig upp eftir þennan leik? „Jú algjörlega. Við þurfum að taka það jákvæða út úr þessum leik og svo skoða hvað við getum gert betur. Þetta var bara fyrsti leikur og það er allt opið í þessu. Bara áfram gakk.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Ég er ennþá svona að melta þetta en þetta er gríðarlega svekkjandi. Ákveðinn skellur bara“, var það fyrsta sem Ingibjörg sagði við Sindra Sverrisson eftir leikinn. Ingibjörg var spurð að því hvernig henni fannst frammistaða liðsins í heild sinni. „Þetta byrjaði brösulega og mér fannst við ekki komast á ról í fyrri hálfleik. Við vissum svosem að þetta gæti verið erfitt í byrjun. Fyrsti leikur á stórmóti og svona. Síðan missum við Glódísi út og það er auðvitað högg og svo missum við Hildi fljótlega eftir það þannig að það var erfitt að komast af stað. En mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og bara gríðarlega stolt af stelpunum.“ Horfa má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Ingibjörg eftir leik gegn Finnlandi Leikurinn var erfiður og það er því líklegt að hausarnir á stelpunum séu þungir inn í klefa eftir leik. „Auðvitað, við erum með unga leikmenn sem eru á sínu fyrsta stórmóti en þetta er fyrsti leikur. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk eins og þau segja.“ Það voru stór áföll fyrir liðið í leiknum og var Ingibjörg beðin um að lýsa rauða spjaldinu sem Hildur Antonsdóttir fékk á sig en hún fékk tvö gul spjöld og það var mikill vafi á því hvað hafi gerst. „Ég hreinlega skil ekki hvað gerðist. Dómarinn talaði um groddaralega tæklingu og sagðist viss um að það hafi verið Hildur þó okkur hafi sýnst þetta vera Karó. Ég bara skil þetta ekki alveg. Ég þarf að sjá þetta aftur en þetta er hrikalega svekkjandi.“ Það hlýtur þá erfitt að vera að eiga við þetta óréttlæti inn á vellinum? „Já auðvitað er þetta skellur. En eins og ég segi þá fannst mér við leysa vel úr því og skapa okkur hálffæri og fengum skot á mark og þær áttu í raun ekkert í seinni nema þetta mark. Sem er líka ógeðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Takturinn hlýtur að hafa riðlast þegar Glódís Perla fer af velli. Gat Ingibjörg lýst því hvað var í gangi með Glódísi en hún þurfti t.a.m. að skipta um stuttbuxur? „Glódís er bara búin að vera hálf lasin síðustu daga og búin að reyna allt sem hún getur til að vera með. Bara ótrúlegt að hún hafi náð þessum leik. Hún sýndi þar hvað hún er mikill liðsfélagi og karakter hún er. Þannig að hún var mjög veik, orkulaus og þetta var erfitt fyrir hana. Hún var alveg búin á því í hálfleik og það eru tveir leikir eftir og við viljum hafa hana klára í þeim leikjum þannig að við ætluðum ekki alveg að drepa hana.“ Hvernig metur Ingibjörg framhaldið? Þarf ekki vera fljótt að rífa sig upp eftir þennan leik? „Jú algjörlega. Við þurfum að taka það jákvæða út úr þessum leik og svo skoða hvað við getum gert betur. Þetta var bara fyrsti leikur og það er allt opið í þessu. Bara áfram gakk.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24 Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Evrópumótið í Sviss á naumu 1-0 tapi á móti Finnlandi þar sem íslenska liðið var manni færri í meira en hálftíma. Finnarnir fengu færi framan af leik en skoruðu ekki sigurmarkið sitt fyrr en þær voru orðnar manni færri. 2. júlí 2025 18:24
Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. 2. júlí 2025 14:31