Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 16:01 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri Evrópusambandsins, þegar hann kynnti áform framkvæmdastjórnarinnar um níutíu prósent samdrátt gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim. Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim.
Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira