Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 10:28 Lia Thomas árið 2022. Við hlið hennar stendur sundkonan Riley Gaines, sem hefur barist gegn þátttöku trans kvenna í íþróttum á grundvelli aflsmunar. Getty/Icon Sportwire/Rich von Biberstein Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira