Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2025 10:01 Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi.
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar