Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 16:51 Inga og Regína voru alsælar að undirritun lokinni. Helga Dögg Reynisdóttir Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira