Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 1. júlí 2025 13:30 Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar