„Þetta er ekkert líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. júní 2025 19:32 Patrik Ingi Heiðarsson segir líf sitt vera í biðstöðu en hann hefur verið á Grensásdeild Landspítalans í tæpt ár. Vísir/Sigurjón Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á." Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á."
Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira