Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun